Kæri Kollegi, velkomin til starfa!
Ráðningarþjónusta - Við erum sérhæfð í erlendu starfsfólki!
Þrátt fyrir að ákjósanlegast væri að finna rétta starfsfólkið á Íslandi getur það í sumum tilfellum reynst erfitt.
Hér má nefna að skortur hefur verið á starfskrafti í ákveðnum greinum samhliða aukinni verkefnastöðu.
Starfsfólk Kollegi þekkir vel til slíkra vandamála og hefur af þeim sökum byggt upp öflugt samstarf með erlendum aðilum varðandi það að geta aðstoðað við leit og ráðningar á erlendu vinnuafli. Hér má sem dæmi nefna, leiðsögumenn, hjúkrunarfræðinga, bílstjóra, bifvélavirkja, pípara, málara, múrara, matreiðslufólk, þjónustufólk á hótelum - gistiheimilum o.fl.
Engin starfsmannaleiga
Engin mánaðarleg gjöld
Engin falin kostnaður
Við vinnum þetta saman
Skref 1
Skráning á samning um ráðningarþjónustu og lýsing á starfi/störfum
Unnin er góð lýsing á þeirri þekkingu og reynslu sem umsækjandi/ starfsmaður þarf að uppfylla. Farið er yfir spurningalista frá Kollegi þar sem þjónustukaupi lýsir helstu upplýsingum um fyrirtæki sitt og það vinnuumhverfi og/eða aðstæður sem starfsmaðurinn má búast við að taki á móti honum á Íslandi.
Skref 2
Leitað eftir hæfum umsækjendum
Kollegi setur leit eftir hæfum starfsmönnum af stað á erlendum vetvangi. Leitað er með erlendum samstarfsaðilum auk þess sem sérstakt auglýsingaferli fer af stað.
Farið er yfir umsóknir og áhugaverðir umsækjendur teknir í viðtöl.
Skref 3
Kynning á áhugaverðum umsækjendum.
Kollegi sendir upplýsingar um áhugaverða umsækjendur til þjónustukaupa (fyrirtæki sem óskar eftir starfsfólki). Þjónustukaupi kynnir sér umsækjanda og tekur ákvörðun um ráðningu.
Skref 4
Ráðning!
Náist samkomulag um ráðningu milli þjónustukaupa og starfsmanns hefur starfsfólk Kollegi undirbúning fyrir komu starfsmanns til Íslands. Kollegi tekur í kjölfarið á móti starfsmanninum og kemur honum til þjónustukaupa auk þess að aðstoða hann/hana við að afla sér íslenskrar kennitölu