top of page
Image by Juan Encalada

Erlend ráðningarþjónusta

Kollegi - Ráðning á erlendu starfsfólki

Það er að ýmsu að huga

Reynslan hefur sýnt okkur hjá Kollegi að fyrirtæki sem standa vel að undirbúningi fyrir komu erlendra starfsmanna eru líklegust til þess að uppskera gott ráðningarsamband við hina erlendu starfsmenn.

​

Sjaldan er góð vísa of oft kveðin þegar okkur er bent á að stundum er gott að setja sig í spor annara. Vegna þessa bendum við atvinnurekendum sem hug hafa á því að ráða til sín starfsmenn erlendis frá að hugleiða vel hvernig þeir geta tekið á móti starfsfólkinu. 

Hér eru nokkrir punktar sem gott er að hafa í huga.

​

Búseta - Grundvallaratriði:

  • Hvar á starfsmaðurinn að hafa búsetu? 

  • Skaffar atvinnurekandi íbúð/herbergi? - Gegn greiðslu eða innifalið í launum?

  • Ætlar atvinnurekandi að aðstoða væntanlegan starfsmann með að finna húsnæði?

​

Komast í vinnu:

  • Eru góðar samgöngur milli heimili starfsmanns og vinnustaðar?

  • Getur starfsmaður notað almenningssamgöngur til þess að komast til vinnu?

  • Getur starfsmaður fengið far með öðrum starfsmönnum?

​

Móttaka á vinnustað:

  • Er tengiliður til staðar sem tekur á móti nýjum starfsmanni?

  • Hvaða tungumál talar tengiliður?

  • Mun tengiliður kynna starfsmanninum fyrirtækið og þjálfa hann í starfi?

  • Mun tengiliður aðstoða starfsmanninn með hin ólíku mál og spurningar sem geta komið upp?

  • Eru sérstakar aðstæður sem nýr starfsmaður ætti að vita af áður en hann/hún mætir? Hiti, veðurfar, klæðnaður?

​

​

Mikilvægt er að hafa í huga að góður undirbúningur og ígrundun á atriðum líkt og nefnd hafa verið hér að ofan ýta undir áhuga vænlegs starfsfólks á því að flytja til Íslands og hefja störf hjá spennandi fyrirtækjum.

Ertu með spurningar eða langar þig til þess að skrá þig hjá okkur?

bottom of page